1.Skilgreining
VSK nr: 139646 Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi.
2.Verð
Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, og einnig að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
3.Afhending & seinkun
Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands.
Ef óskað er eftir að fá að sækja vöruna, Þá mun Familj ehf senda tölvupóst með frekari upplýsingum um tíma.
Ef um sérframleiðslu á vörum er að ræða, mun Familj ehf senda þér áætlaðan tíma hvenær ferlið fer í gang og hvenær von er á því úr vélum. Frá þeim tíma gildi valin sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands.
Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar
4.Eignarréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.
5.Skilaréttur
Kaupandi getur skilað vöru, keyptri af seljanda, innan 14 daga, valið nýja vöru eða fengið vöruna endurgreidda að fullu. Við skil á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka að varan sé í lagi. Seljandi áskilur sér rétt til þess að koma í veg fyrir alla misnotkun á 14 daga skilarétti.
Ekki er hægt að skila sérframleiðslu(Þín Hönnun) undir neinum kringumstæðum
Reikningur er skilyrði fyrir vöruskilum
Varan þarf að vera óopnuð, ónotuð og óskemmd.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka að varan sé í lagi. Seljandi áskilur sér rétt til þess að koma í veg fyrir alla misnotkun á 14 daga skilarétti.
6.Trúnaðar og Öryggisskilmálar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga.
Seljandi heitir kaupenda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Öll umsamin verð milli seljanda og kaupanda sem ekki eru á síðunni eru trúnaðarmál þeirra á milli.Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhent þriðja aðila.
7.Ábyrgð
Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup lög nr 50/2000.
Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunnar.
Ábyrgð fellur úr gildi ef varan hefur verið illa viðhaldið og hefur augljóslega skemmst vegna vanrækslu eiganda. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má notkun til illrar eða rangrar meðferðar og er kaupanda bent á að kynna sér gaumgæfilega leiðbeiningar um umhirðu og viðhald vörunnar.
Seljandi er ekki skuldbundinn til að taka þátt í gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartíma lýkur. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka að galli heyri undir ábyrgðarskilmála. Ef til úrlausnar ábyrgðar kemur, er seljanda skylt að bjóða kaupanda nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
8.Réttur við galla eða vöntun
Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.
Tilkynning á galla verður að skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 7 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins.
Réttur neytenda (með neytenda er átt við einstakling utan atvinnustarfsemi) til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
Þvotta og meðhöndlunarlýsingar fylgja annað hvort með vöru,eða standa á þeim eða eru á lýsingu á vöru á heimasíðu Familj.
9.Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti.
10.Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Familj ehf kt. 431220-0670, Sunnubraut 3, 230 Reykjanesbær á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.