Skilmálar Familj ehf.
Afhending
Við sendum allar vörur með Íslandspósti á næsta pósthús eða með Dropp á næsta Droppstað.
Sendingarkostnaður er samkvæmt gildandi verðskrá Íslandspósts.
Pósturinn miðar við 3–7 virka daga til afhendingar.
Sækja má vörur á lögheimili Familj Store að Sunnubraut 3, Reykjanesbæ. Vörur eru afhentar eftir að tilkynning hefur verið send með tölvupósti.
Trúnaðar- og öryggisskilmálar
Fullum trúnaði er heitið varðandi allar persónuupplýsingar.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Verð
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti.
Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur.
Skilaréttur og endurgreiðslur
Hafa má samband í síma 839-3610 eða með tölvupósti á contact@familjstore.com.
Skilafrestur er 14 dagar, að því gefnu að varan sé í upprunalegu ásigkomulagi með öllum fylgjandi merkimiðum.
Við skil þarf að gefa upp kennitölu kaupanda eða staðfestingarpóst viðskiptanna.
Endurgreiðslur fara fram innan 14 daga frá móttöku skilavöru í upprunalegu ástandi. Endurgreitt er á sama greiðslumiðil og notaður var við kaupin.
Þetta ákvæði á ekki við um vöruflokkinn Þín Hönnun.
Vörur í Þinni Hönnun fást einungis endurgreiddar ef um galla er að ræða.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Kaupandi ber ábyrgð á að greiða fyrir sendingu við skil á vöru póstleiðis.
Innsendar ljósmyndir eða annað efni frá kaupanda
Familj Store kappkostar við að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu. Þjónusta félagsins er ætíð í samræmi við umfang og þarfir viðskiptavina.
Innsendar myndir (t.d. ljósmyndir) eru á ábyrgð kaupanda.
Gæði mynda hafa bein áhrif á útkomu vörunnar og vörur úr Þinni Hönnun eru ekki endurgreiddar nema um augljósan galla sé að ræða.
Gæði mynda falla ekki undir skil á grundvelli galla.